Dagdvöl Sunnuhlíð

Dagvist aldraðra, Dagdvöl Sunnuhlíðar, var opnuð 17. nóvember 1989. Heimild er fyrir 30 vistrýmum og eru að jafnaði um 43 einstaklingar sem notfæra sér þessa þjónustu í hverri viku. Flestir koma tvisvar til þrisvar í viku, en sumir koma einu sinni og aðrir fjóra eða fimm daga vikunnar. Meðalaldur þeirra sem koma í Dagdvölina eru um 87 ár. Markmið Dagdvalar er að veita félagslega þjónustu sem miðar að því að draga úr eða varast félagslega einangrun og styðja fjölskyldur sem hafa aldraða ættingja heima. Starfskraftar og húsnæði miða við ákveðna færni einstaklinga, m.a. að viðkomandi þurfi ekki á hjúkrun að halda.

Frekari upplýsingar um Dagdvölina er hægt að fá hjá Margrét Bergþóra Símonardóttir, forstöðumann í síma 560 4176. 

Dagdvöl Seltjörn á Seltjarnarnesi var opnuð 15. september 2019.

Forstöðukona er Rannveig Ósk Sölvadóttir , netfang: dagdeildseltjorn@sunnuhlid.is , sími 852-1180.

Starfsemi og þjónusta.

Starfsemin felur í sér félagslegan stuðning eftir aðstæðum hvers og eins. Í boði er:

  • tómstundaiðja
  • aðstaða til léttra líkamsæfinga
  • hvíldaraðstaða
  • böðun
  • fæði (morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi)
  • akstur til og frá dagvist

Í húsinu er boðið upp á fótsnyrtingu, klippingu og hárgreiðslu gegn sérstakri greiðslu.

Beiðni um dagvist

Sótt er um dagvist hjá forstöðumanni dagvistar. Æskilegt er að umsækjendur komi og kynni sér aðstæður og er þá gengið frá skriflegri umsókn.
Starfsfólk heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva sem eru með sjúklinga í meðferð leggja inn umsóknir í samráði við sjúklinga og aðstandendur.
Umsókn skulu fylgja upplýsingar frá fagaðilum um færni og aðstæður umsækjanda þegar það á við.