Tilkynningar


22.07.2021

Kæru íbúar og aðstandendur og starfsfólk.
Því miður er ljóst að fjöldi Covid-smita í samfélaginu er í miklum veldis vexti og þurfum við því miður að grípa til aðgerða og vernda okkar fólk og á það bæði við um heimilismenn sem og starfsfólk. Hins vegar ætlum við að leggja áherslu á að hertar aðgerðir miðist við að hafa sem allra minnst áhrif á daglegt líf íbúanna.
Til að svo megi verða er lögð enn meiri áhersla á
sóttvarnarreglur tengt starfsmönnum, aðstandendum, gestum og öðrum þeim sem koma inn á heimlin okkar.
Reglum heimsóknartíma hefur ekki verið breytt, en við biðjum alla
að lesa vel og fylgja eftirfarandi:
1. Grímuskylda – ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin.
Heimilt er að taka grímuna niður inn á herbergi íbúa.
Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
2. Aðstandendur og gestir á aldrinum 0-30 ára
Því miður verðum við að biðla til aðstandenda og gesta í þessum aldurshópi að koma ekki í heimsókn eins og er.
Börn eru flest ekki bólusett og meiri hluti Covid smita í samfélaginu í dag eru að greinast
í aldurshópnum 18-29 ára.
3. Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur eininga/deilda til heimsókna né önnur alrými s.s. borðsali. Nema hjá þeim íbúum sem búa í tvíbýli en þar hvetjum við fólk til að nýta sér þær seturstofur sem eru í húsinu
4. Virða þarf 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
5. Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu,en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir.
Jafnframt ætlum við að biðla til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
6. Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis – eins og áður mega koma í heimsókn að því tilskyldu að þeir séu með öllu einkennalausir. Einnig biðlum við til þeirra að fara í skimun eftir að þeir koma til landsins og að niðurstaða liggi fyrir áður en þeir koma í heimsókn.
7. Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
8. Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
Alls ekki koma í heimsókn ef:
a. Þú ert í sóttkví.
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk,
beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.
Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í
heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir
s.s. handþvott og handsprittun.Bólusettir geta líka smitast af Covid og smitað aðra.
Jafnframt viljum við bena á að staðan getur breyst mjög hratt og mögulegt
er að grípa þurfi til frekari aðgerða og takmarkana ef þörf krefur.
Með góðri kveðju og vonandi tekst okkur áfram sem hingað til að verjast þessum vágest.

Álfhóll 894-4123

Lundur 894-4124

Hvammur/Þinghóll 894-4125

Seltjörn símanúmer

Nýjibær / Móakot 852-0139

Austur- / Norðurtún 852-0149

sunnuhlid.is