Tilkynningar


25.03.2021
Ágætu íbúar og aðstandendur.
Eins og við vorum nú góð með okkur hér á heimilinu síðustu daga þá eru blikur á lofti með Covid vírusinn enn á ný. Hann virðist vera að sækja eitthvað í sig veðrið og við viljum gera það sem við getum gert til að sporna við dreifingu á honum. Við höfum jú öll sýnt það og sannað á undanförnum mánuðum að við stöndum saman öll sem eitt í þessu. Því höfum við ákveðið að frá og með deginum í dag, fimmtudaginn 25. mars, verða gerðar neðangreindar breytingar
▪ Tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa daglega.
▪ Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
▪ Mikilvægt er að virða fjöldatakmarkanir í samfélaginu, en að hámarki mega 10 manns
koma saman.
Mikilvægt er að hafa í huga að börn fædd fyrir 2015 eru inn í 10 manna
fjöldatakmörkunum.
Því biðlum við til ykkar að hugsa ykkur vel um áður en íbúi fer út af
heimilinu.
Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við
þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.
Þeir sem eru komnir með vörn fyrir Covid geta borið veiruna á höndum sér og smitað
þannig aðrar.
Neðan greindar reglur eru óbreyttar:
Heimilið er opið fyrir heimsóknir alla daga frá kl 13:00 – 18:00.
▪ Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
▪ Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
▪ Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki
inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
▪ ALLS EKKI ER HEIMILT að nýta setustofur og borðstofur eininga/deilda til
heimsókna. ( nema þar sem það hefur verið gert v. tvíbýla )
▪ Virðið 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
▪ Undanþága frá reglum um fjölda í heimsókn hverju sinn þ.e. 2 í einu, er aðeins veitt
við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
▪ Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er
heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir.
Vinsamlega EKKI koma inn á heimilið ef :
▪ Þú ert í sóttkví eða einangrun.
▪ Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
▪ Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki,
niðurgang o.fl.).
▪ Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum

Sunnuhlíð símanúmer

Álfhóll 894-4123

Lundur 894-4124

Hvammur/Þinghóll 894-4125

Seltjörn símanúmer

Nýjibær / Móakot 852-0139

Austur- / Norðurtún 852-0149

sunnuhlid.is